Leitar Capital Partners
Leitar Capital Partners er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Fyrirtækið leggur áherslu á fjárfestingar í og stuðning við unga frumkvöðla við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt og umbreytingu á litlu til meðalstóru fyrirtæki (“SMEs”). Leitar Capital Partners starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.
Félagið vinnur eftir leitarsjóðamódelinu (e. “Search Funds”) en á undanförnum árum hefur það orðið einn eftirsóttasti valkostur MBA útskriftarnema úr bestu háskólum heims og hefur leitarsjóðum því fjölgað mikið á sama tíma. Módelið gengur út á að sameina orku og metnað ungra einstaklinga sem hafa trú á eigin getu með reynslu og þekkingu fjárfesta.
Markmið Leitar Capital Partners er að búa til eftirsóttan valkost fyrir framúrskarandi ungt fólk og stökkpall út í stjórnendastöður í íslensku atvinnulífi á sama tíma og bjóða fjárfestum upp á nýjan og sérhæfðan fjárfestingarkost sem hefur skilað sögulega hárri ávöxtun, litla fylgni við aðra hefðbundnari eignaflokka og skilar áhættudreifingu inn í eignasöfn.
Langtímahugsun Leitar Capital Partners er að sameina krafta ungra og metnaðarfullra frumkvöðla við reynslu og þekkingu öflugra fjárfesta með kaupum á góðu fyrirtæki sem hefur tækifæri til vaxtar.
Félagið áætlar að fjármagna og styðja 2-3 frumkvöðla á ári við að finna fyrirtæki til þess að kaupa, reka og selja. Að Leitar koma reynslumiklir stjórnendur og fjárfestar sem munu vinna náið með félaginu og frumkvöðlum við leit að fyrirtækjum og síðar við rekstur, ýmist í gegnum ráðgjafaráð og/eða stjórnarsetu í keyptum fyrirtækjum.
Stjórn Leitar Capital Partners
Birgir Örn
Þórir Kjartansson
Bjarni Þórður Bjarnason
Einar Steindórsson.
Ráðgjafaráð
Andri Sveinsson, fjárfestir
Arnar Þórisson, meðeigandi Íslenskrar fjárfestingar
Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Arion banka
Gísli Jón Magnússon, framkvæmdastjóri Norvik
Jón Felix Sigurðsson, fjárfestir.